Upp
Í sjónarhorninu upp eru sýnd verk sem beina sjónum að valdi af trúarlegum eða veraldlegum toga. Af ýmsu er að taka enda móta trúarbrögð og stjórnmálasaga stærstan hluta þess myndheims sem varðveist hefur hér á landi frá fyrri tíð. Lítið er til af myndefni sem tengist heiðinni trú en öðru máli gegnir um verk sem tengjast kristinni trú en segja má að kirkjur hafi verið listasöfn fyrri alda.