Fréttir

Fyrirsagnalisti

21.2.2017 : Leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 14 mun Gunnar Marel Hinriksson, sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, veita leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Gunnar mun sértaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast galdri og 17. öld en einnig mun Jón lærði Guðmundsson koma við sögu. Jón er í sviðsljósinu nú um stundir og mörg handrita hans eru geymd á handritasafni Landsbókasafns. Ágætar líkur eru á draugagangi.

31.1.2017 : Safnanótt 2017

Þjóðminjasafnið býður gesti á öllum aldri velkomna í Safnahúsið við Hverfisgötu á Safnanótt 2017. 

16298923_1373331059404701_5787686361423075693_n

Dagskrá:

Kl. 18-23 - Fróðildisferðalag

Horfa_hugsi_400-copy
Fróðildi er vængjuð vera sem merkir staðina þar sem börn og fjölskyldur geta leyst þrautir saman, handfjatlað eitthvað, skoðað nánar, leikið sér eða slakað á og haft það notalegt. Á Safnanótt er hægt að þræða sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu út frá litlum pésa sem leiðir fjölskylduna í fang Fróðildisins. 

Kl. 18-23 - Kjörgripur

Styrkumsóknir Benedikts Gröndal til Alþingis eru á 

kjörgripasýningu Sjónarhorna í Safnahúsinu. Þar eru sýndir til skiptis kjörgripir frá þeim stofnunum sem standa að sýningunni í Safnahúsinu. Kjörgripir stofnananna eru sýndir í eitt ár og eru styrkumsóknir Benedikts Gröndalsframlag Þjóðskjalasafns Íslands. 

Kl. 18-20 - Opinn flygill

Flygill-6
Spilar þú á píanó? Hefur þig alltaf langað til að prófa að spila á flygil? Þá gæti þetta verið tækifærið fyrir þig til að að setjast við flygilinn og spila á hann lag að eigin vali. Vinsamlega snúðu þér til starfsfólks til að komast að.


Kl. 20 – 21 - Leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn

Syningin-128Leiðsögn á íslensku um sýninguna Sjónarhorn sem var opnuð í Safnahúsinu sumardaginn fyrsta árið 2015. Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Listasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,  Náttúruminjasafns Íslands og Þjóðskjalasafns Íslands. 

Kl. 21.30 – 22.15 - Hljómsveitin Eva - tónleikar   

Hljómsveitin Eva kemur fram í Lestrarsal Safnahússins á Safnanótt. Eva er popphljómsveit sem spilar kántrískotið femínískt pönk með þýðum og þjóðlegum undirtón. Hljómsveitina skipa tónlistarkonurnar og sviðshöfundarnir Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir. Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áhorfendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun um leið. Hljómsveitin Eva er nefnilega ekki bara hljómsveit heldur einnig sviðslistahópur, pólítísk hreyfing og sjálfshjálpargrúppa.

Hljómsveitin Eva hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2014 og hefur gefið út eina plötu.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur! 

Sýningar:

Kl. 18-23 - Sjónarhorn

Í Safnahúsinu er sýningin Sjónarhorn,samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns-háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns. Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. 

Kl. 18-23 - Geirfugl † Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin 

Í sérsýningarrými hússins skiptast á sýningar á vegum þeirra sex stofnana sem standa að sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Nú er þar Aldauði tegundar – Síðustu sýnin sem fjallar um geirfuglinn. Sýningin er samstarfsverkefni Náttúruminjasafns Íslands og Ólafar Nordal myndlistarmanns í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands. Geirfuglinn er útdauð tegund svartfugls og voru síðustu einstaklingarnir drepnir í  í Eldey undan Reykjanesi árið 1844. Geirfugl var algengur varpfugl fyrir um þúsund árum á útskerjum við norðanvert Atlantshaf. Þeir voru eftirsótt bráð enda feitir og matarmiklir og vóg hver fugl um 5 kg.  Líffæri og innyfli síðustu geirfuglanna eru enn varðveitt í Náttúrufræðisafni Danmerkur. . Hamurinn sem til sýnis er var keyptur til Íslands árið 1971. 

22.9.2016 : leiðsögn í Safnahúsinu Hverfisgötu

Sunnudaginn 25. september klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins. Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir!

Á sýningunni eru ýmsir náttúrumunir á vegum Náttúruminjasafnsins, þar á meðal hinn fágæti geirfugl sem er hryggjarstykkið í sérsýningaratriði sem Ólöf Nordal myndlistarmaður og Náttúruminjasafnið standa að. Fleiri kjörgripir á vegum Náttúruminjasafnsins eru á sýningunni og verður þeim gerð sérstök skil í leiðsögninni. 

Að sýningunni standa Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafn Íslands og fyrir vikið er sýningin af mjög fjölbreyttum toga.

14.4.2016 : Barnamenningarhátíð 19. - 24. apríl 2016

Barnamenningarhátíð 2016

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verða sýnd verk eftir börn úr Ingunnarskóla á sýningunni  "Auðigur þóttumst er eg annan fann". Sýningin sem unnin eru út frá Hávamálum stendur yfir í kjallara hússins frá 19. -24. apríl.

Að leiðarljósi höfðu börnin gildin vináttu og gestrisni en þessi gildi eru ekki síst mikilvæg í dag þegar mikill fjöldi fólks er á flótta frá stríðshrjáðum svæðum. Börnin hafa unnið nokkurskonar skálar úr endurunnum pappír og veltu fyrir sér ástandinu í heiminum og hvernig maður sýnir öðrum áhuga, vináttu og gestrisni. Skálarnar eru tákn fyrir þá vináttu og gestrisni sem við viljum sýna þegar við bjóðum fólk velkomið.

13.4.2016 : Ævintýraleg kortasmiðja 17. apríl kl. 14-16

Sunnudaginn 17. apríl kl. 14-16 fer fram ævintýraleg kortasmiðja í Safnahúsinu við Hverfisgötu sem ætluð er börnum og fullorðnum fylgifiskum þeirra. Smiðjan er sú þriðja af fjórum sem fram fer á vorönn í tengslum við sýninguna Sjónarhorn en þær eru samstarfsverkefni Þjóðminjasafns og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.

Kort geta verið vegvísar einsog fjársjóðskort eða hefðbundin borgar- og landakort. Það er þó margt annað hægt að kortleggja einsog til dæmis gönguferðir katta að nóttu til þegar enginn sér til, sæskrímsli í undirdjúpunum umhverfis Ísland eða innihald ísskápsins á heimilinu. Þátttakendur smiðjunnar eru hvattir til að kortleggja ímyndaða veröld eða sumarfrí fjölskyldunnar í máli og myndum. Kortin geta verið ýmisst upprúlluð eða flöt eða útfærð í óvenjulegum bréfbrotum sem spretta upp þegar þau eru opnuð.

Smiðjurnar í Safnahúsinu eru ókeypis og allt efni og áhöld til staðar. Það eru listkennslunemarnir Arite Fricke og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir sem skipuleggja og leiða smiðjurnar í samstarfi við Jóhönnu Bergmann, safnkennara Þjóðminjasafnsins.

18.3.2016 : Leiðsögn Náttúruminjasafns 10. apríl

Geirfugl

Sunnudaginn 10. apríl klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.


Í leiðsögninni verður áhersla lögð á hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins og spáð í hugmyndir að baki sýningargerðinni.

Þá verður staldrað við og geirfuglinn skoðaður en 17. apríl er síðasti sýningardagur geirfuglsins í Safnahúsinu.

Að sýningunni standa Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafn-Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn Íslands og því eru gripirnir sem mynda sýninguna af mjög fjölbreyttum toga.

Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir!


18.3.2016 : Leiðsögn 3. apríl kl. 14

stigagangur

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Sjónarhorn klukkan 14, sunnudagin 3. apríl 2016. Allir velkomnir!

18.3.2016 : opnunartímar, páskar 2016

 

 

Opið á skírdag, föstudaginn langa frá 10-17. Páskadag frá 10-14 en lokað 2. dag páska. Gleðilega hátíð!

18.3.2016 : galdarstafasmiðja 20. mars frá 14

Sunnudaginn 20. mars frá 14-16 fer fram kyngimögnuð galdrastafasmiðja í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Börn og fullorðnir fylgifiskar eru boðin velkomin en þátttaka er ókeypis.

Í galdrastafasmiðjunni verða notaðir stimplar og fjaðurstafir til að búa til rammíslenska galdrastafi sem jafnvel geta látið óskir rætast. Galdrastafina má svo hengja á trjágreinar sem lifna við, stækka og dafna með vorkomunni.

Aðgangur í smiðjuna er ókeypis og allt efni og áhöld eru til staðar. Æskilegt er að börn séu í fylgd fullorðinna.

Smiðjan er önnur af fjórum sem fer fram í Safnahúsinu á þessari vorönn í samstarfi Þjóðminjasafns og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Þær Arite Fricke og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir skipuleggja og leiða smiðjurnar í samstarfi við Jóhönnu Bergmann safnkennara Þjóðminjasafnsins.

Þemu smiðjanna eru út frá sýningunni Sjónarhorn og eru eftirfarandi smiðjur á dagskrá:

17. apríl
LANDAKORTASMIÐJA

22. maí.
FLUGDREKASMIÐJA

Recent Post

8.3.2016 : Hönnunarmars í safnahúsinu

Dagana 10.-13. mars verða fjórar sýningar á vegum Hönnunarmars í Safnahúsinu:


Primitiva Katrínar Ólínu:

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verða fjórar sýningar á vegum Hönnunarmars. Sýningarnar standa yfir 10.-13. mars frá 10-17.

Primitiva, Katrín Olína

Verkið er sýnt á 3. hæð Safnahússins og er afrakstur rannsókna Katínar Ólínu við Digital Design Laboratory í Aalto-háskólanum í Helsinki. Katrín Ólina hefur þróað verk sitt undir áhrifum frá heimspeki, list, hönnun, tækni, stærðfræði og heimsfræði en Primitiva er safn 40 verndargripa sem steyptir eru í brons. Gripirnir eru unnir í samstarfi við finnska skartgripaframleiðandann Kalevala Koru í Helsinki.


Þýðingar Thomasar Pausz og Garðars Eyjólfssonar:

Thomas Pausz

Sýning á hönnun Thomasar Pausz og Garðars Eyjólfssonar verður víðsvegar um Safnahúsið sem nokkurskonar "samræða" við sýningargripi á sýningunni Sjónarhorn en Thomas Pausz er hönnuður Sjónarhorna. Samtímahönnun er stillt upp í "samræðu" við sýningargripi en hönnunargripirnir eru á nokkrum stöðum í Safnhúsinu.


Mannlegir innviðir:Sýningin samanstendur af ofnum og prjónuðum tjöldum sem eru sköpunarverk danska textílhönnuðarins Signe Emdal. Veggtjöldin eru nútímaleg útgáfa af þeim klassísku veggtjöldum sem tíðkuðust í kirkjum og meðal konungsfólks og aðals í Evrópu á 14., 15. og 16. öld. Tjöldin miðluðu frásögnum, sögu og menningu með táknrænum myndvefnaði.


Keramikhönnun á frímerkjum:

Keramikhönnun

Pósturinn tekur þátt í Hönnunarmars fimmta árið í röð og sýnir nú stækkuð frímerki tileinkuð hönnun á Kaffitár í Safnahúsinu, Hverfisgötu. Frímerkin eru gefin út í seríunni Íslensk samtímahönnun og eru að þessu sinni tileinkuð keramikhönnun.

24.2.2016 : 28. febrúar kl. 14: Leiðsögn með sérfræðingi Listasafns Íslands

Sunnudaginn 28. febrúar klukkan 14 mun Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Listasafn Íslands á um 130 verk á sýningunni og verður sjónum sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni. Sýningin er grunnsýning á sjónrænum menningararfi og er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabóka

safns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Samstarfsstofnanirnar skiptast á að veita leiðsögn mánaðarlega. Þann 20. mars mun Náttúruminjasafn Íslands standa fyrir leiðsögn, 24. apríl Þjóðskjalasafnið og að lokum Landsbókasafn-Háskólabókas

afn þann 22. maí.

Sýningarstjóri Sjónarhorna, Markús Þór Andrésson mun einnig leiða gesti um sýninguna sunnudagana 6. mars, 3. apríl og 1. maí klukkan 14.

Allir velkomnir og þátttaka ókeypis í sunnudagsleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

18.2.2016 : Fjölskyldusmiðja, 21. febrúar 2016

Sunnudaginn 21. febrúar klukkan 14-16 fer fram óvenjuleg sendibréfasmiðja í Safnahúsinu við Hverfisgötu (áður Þjóðmenningarhúsinu).

Munu ógnvænlegar og dularfullar skepnur spretta fram þegar bréfin verða opnuð. Börn og fullorðnir fylgifiskar þeirra eru boðin velkomin í þessa fyrstu smiðju vorannar í Safnahúsinu.

Smiðjan er innblásin af kynjaverum hvort sem það eru kynjaverur úr íslenskum þjóðsögum eða dularfullar og skrýtnar verur úr geimnum. Kynjaverur finnast víða; í lofti, sjó eða á landi, og geta verið af ýmsum toga svo sem í formi marsbúa eða einkennilegar verur úr tölvuheiminum. Þær geta verið hreistraðar, loðnar eða fiðraðar eða samsettar úr líkamspörtum ýmissa dýra, manna eða hluta. Hvaða dularfullu skepnu getur þú ímyndað þér?


Aðgangur í smiðjuna er ókeypis en efni og áhöld eru til staðar sem og frímerki. Æskilegt er að börn séu í fylgd fullorðinna.  

Smiðjurnar eru samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands en þær Arite Fricke og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir skipuleggja og leiða smiðjurnar. Smiðjurnar hefjast kl. 14  og er aðgangur ókeypis. Þemu smiðjanna eru unnin út frá sýningunni Sjónarhorn og eru eftirfarandi smiðjur á dagskrá:

21. febrúar
DULARFULL SENDIBRÉF


20. mars

GALDRASTAFASMIÐJA

17. apríl

LANDAKORTASMIÐJA

22. maí.

FLUGDREKASMIÐJA

5.2.2016 : Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu

Samstarf Þjóðminjasafns og Kaffitárs á sér langa sögu en  nú geta gestir Safnahússins notið ljúffengra veitinga Kaffitárs í fögru umhverfi Safnahússins.

5.2.2016 : Tveir fyrir einn af aðgangseyri, 7. febrúar 2016

Afsláttur af aðgangseyri í Safnahúsið.

5.2.2016 : Safnanótt 2016

Opið til miðnættis í Safnahúsinu og Þjóðminjasafninu. Dagskráin er hér fyrir neðan:

Safnahúsið

Auk grunnsýningarinnar Sjónarhorn eru skemmtileg verkefni fyrir fjölskyldur um allt hús. Sérstök fræðslurými eru á þremur stöðum í húsinu.

19:30-21:30

Tónlistarflutningur í Lestrarsalnum. Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja tónlist og fylla Safnahúsið af fögrum tónum. Gestir geta ýmist sest og notið tónlistarinnar eða rölt um húsið og skoðað sýninguna.

22:00-23:00

Tónleikar með hljómsveitinni Hundur í óskilum. Þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen í Hundi í óskilum eru þekktir fyrir að gera einfalda hluti flókna, spila á fleiri hljóðfæri en þeir ráða við og fara út í allt of langa sálma af litlu tilefni. Þeir munu ekki bregðast væntingum aðdáenda sinna í Safnahúsinu á Safnanótt!

  Þjóðminjasafnið

12:00-13:00 Fyrirlestur á vegum MARK. Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður flytur erindið Aldrei fór ég Westur.

17:00-24:00

Ratleikur Safnanætur leiðir gesti gegnum grunnsýningu safnsins og dregur fram ýmislegt sem tengist ferðalögum og flóttafólki gegnum tíðina. Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er meðal annars fjallað um ferðalög til og frá landinu allt frá landnámstíma. Ratleiknum er ætlað að vekja gesti til umhugsunar um að fólk hefur alltaf ferðast á milli landa og flutt sig um set af ýmsum ástæðum.

17:00-24:00

Á Torginu verður ljósmyndasýning með myndum af fólki sem hefur flutt til og frá landinu á ýmsum tímum og tengist sýningin ratleiknum.

20:00-20:45

Leiðsögn um sýningarnar Andvari og Sjálfstæðar mæður með Þorbjörgu Br. Gunnarsdóttur, sýningarstjóra. Á sýningunni Andvari eru svarthvítar landslagsmyndir eftir samtímaljósmyndarana Claudiu Hausfeld, Daniel Reuter, Joakim Eskildsen, Kristínu Hauksdóttur og Lilju Birgisdóttur ásamt myndum eftir Arngrím Ólafsson og Sigurð Tómasson úr safneign Þjóðminjasafnsins. Sýningarhöfundur, Katrín Elvarsdóttir. Á Veggnum er úrval mynda úr seríu kanadíska ljósmyndarans Annie Ling, Sjálfstæðar mæður, en myndirnar sýna einstæðar mæður á Íslandi.

21:00-21:30

Dansverkin "Moving sculptures" og "Spitfire" í flutningi nemenda Klassíska listdansskólans undir handleiðslu Kamilu Jezierska. Verkin voru áður sýnd á jólahátíð Klassíska Listdansskólans en verða nú sýnd á 2. hæð Þjóðminjasafnsins.

Auk ratleiks, ljósmyndasýningar á Torgi, leiðsagnar og danssýningar standa eftirtaldar sýningar yfir í safninu:

·         Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár. Grunnsýning Þjóðminjasafnsins.

·         Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár. Sýning í Bogasalnum þar sem sjónum er beint að aðstæðum kvenna á Íslandi á liðinni öld eða frá því konur fengu kosningarétt árið 1915.

·         Bláklædda konan – Ný rannsókn á fornu kumli. Sýning í Horninu sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi.

·         Norðrið í norðrinu. Sýning á 3. hæð safnsins þar sem munir og myndir frá bænum Ittoqqortoormiit á Grænlandi eru til sýnis.

·         Andvari. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru svarthvítar landslagsmyndir sýndar en sýningin er hluti af nýliðinni Ljósmyndahátíð Íslands.

·         Sjálfstæðar mæður. Ljósmyndir á Veggnum eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling sem sýna einstæðar mæður á Íslandi.

23.1.2016 : Leiðsögn með sérfræðingi ÁRnastofnunar klukkn 14, sunnudaginn 24. janúar

Sunnudaginn 24. janúar klukkan 14 mun Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veita leiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Gísli mun sérstaklega fjalla um mynd- og bókmenntir í handritunum en á sýningunni eru meðal annars 14 handrit af Jónsbók. Skarðsbók Jónsbókar frá 1363 þótti bera af íslenskum handritum að fegurð og glæsileika en hún er einmitt til staðar í sérstökum handritaskáp í Safnahúsinu.


Leiðsögnin er á vegum Árnastofnunar og er ókeypis aðgangur.


Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.

18.1.2016 : Kaffitár í Safnahúsinu frá 1. febrúar 2016

Frá 1. febrúar 2016 mun Kaffitár reka veitingasölu í Safnahúsinu. Þjóðminjasafnið hefur átt farsælt samstarf við Kaffitár sem rekið hefur veitingasölu í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu um árabil.

15.1.2016 : Barnastund sunnudaginn 17. janúar

Sunnudaginn 17. janúar klukkan 14 verður barnastund í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Að þessu sinni verður áhersla á þjóðsögur og mun safnkennari segja frá furðuskepnum og ýmsu sem við ekki sjáum með berum augum. Að lokum er gestum boðið að skoða sýninguna Sjónarhorn á eigin vegum.


Barnastundin í Safnahúsinu er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

2.10.2015 : Leiðsögn og tilboð 4. október

Sunnudaginn 4. október verður „tveir fyrir einn“-tilboð á sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þá mun Markús Þór Andrésson sýningarstjóri leiða gesti um sýninguna í leiðsögn sem hefst klukkan 14 og er gestum að kostnaðarlausu.

Sýningin er nokkurskonar ferðalag um íslenskan myndheim þar sem verkum viðurkenndra listamanna/kvenna og ófaglærðra er teflt saman, nýrri listsköpun og fornri svo sem Jónsbók og vídeóverki Ragnars Kjartanssonar.

Í Safnahúsinu er starfrækt veitingahúsið Kapers og safnbúð. Verið velkomin í Safnahúsið!

22.8.2015 : Menningarnótt Í Safnahúsinu og Þjóðminjasafninu

Útdráttur

Á menningarnótt, 22. ágúst, verður ókeypis aðgangur í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið við Hverfisgötu. Opið frá 10-22. Dagskráin verður sem hér segir:

Safnahúsið við Hverfisgötu

:

10.00-22.00 – Listasmiðja í kjallara

14.00 – Leiðsögn á ensku um sýninguna Sjónarhorn

18.00 – Leiðsögn á íslensku um sýninguna Sjónarhorn

21.00 – Tónleikar með hljómsveitinni Mandólín


Á menningarnótt, 22. ágúst, verður ókeypis aðgangur í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið við Hverfisgötu. Opið frá 10-22. Dagskráin verður sem hér segir:

Safnahúsið við Hverfisgötu:

10.00-22.00 – Listasmiðja í kjallara

14.00 – Leiðsögn á ensku um sýninguna Sjónarhorn

18.00 – Leiðsögn á íslensku um sýninguna Sjónarhorn

21.00 – Tónleikar með hljómsveitinni Mandólín

Þjóðminjasafn Íslands:

11.00 – Leiðsögn á ensku um grunnsýningu safnsins

18.00 – Leiðsögn á ensku um sýninguna Bláklædda konan

20.00 – Leiðsögn á íslensku um sýninguna Hvað er svona merkilegt við það?