Frá vöggu til grafar
Sjónarhornið frá vöggu til grafar endurspeglar ólík skeið mannsævinnar. Hér koma við sögu listaverk og munir sem tengjast ást, tilhugalífi og barnæsku, daglegu lífi og starfsævi, loks dauða, greftrun og minningu.Helstu heimildir okkar um hvað dreif á daga venjulegs fólk frá vöggu til grafar má segja að séu fengnar með því að rýna í þá nytjamuni sem varðveist hafa frá fyrri tíð auk ritaðs máls. Lifnaðarháttum Íslendinga varð illa komið til skila í tréútskurði og útsaumi sem einkenndi myndheim landsins öldum saman. Að auki var kirkjulist ráðandi sem bauð fá tækifæri til sjálfsrýni. Lýsandi myndefni er af skornum skammti framan af en dæmunum fjölgar eftir því sem nær dregur okkar tíma.