Aftur og aftur
Þegar litið er til hins sjónræna menningararfs hér á landi birtist á öllum tímabilum ákveðin gerð myndmáls, teinungur. Hugtakið kemur úr grasafræði og táknar grein eða sprota. Í sjónarhorninu aftur og aftur er teinungnum gefinn sérstakur gaumur en hann vindur sig í gegnum söguna aftan úr forneskju í sífelldri endurtekningu og tilbrigðum, aftur (og aftur).