• 5_5-Utsyniskort-Grundarfr_1782__035

Uppdráttur af Grundarfirði og Kirkjufelli

Sæmundur Magnússon Hólm  1784

Sjónarhornin tvö sem teiknarinn býður upp á í myndum sínum af einum og sama staðnum, Grundarfirði, vekja forvitni. Hér mætti segja að blandað sé saman vísindum og list, landmælingum og landslagsverki. Tilgangurinn með verkunum var að gera uppdrátt og afstöðumynd af Grundarfjarðarkaupstað. Þetta er eins konar skipulagsuppdráttur þar sem túni og engjum jarðarinnar Grundar, sem keypt hafði verið vegna kaupstaðarins, er skipt niður í allmarga skika til afnota fyrir væntanlega kaupstaðarbúa. Verkið vann Sæmundur Magnússon Hólm, prestur á Helgafelli, árið 1792.

Uppdrættir Sæmundar voru með mælingargerð Finns Jónssonar sýslumanns í Snæfellsnessýslu frá sama ári.

 

Sæmundur Hólm fæddist 1749 í Hólmaseli í Meðallandi og tók sér nafn af fæðingarstaðnum. Hann nam guðfræði við Hafnarháskóla en stundaði jafnfram listnám og hlaut viðurkenningar fyrir frammistöðu sína á því sviði. Er heim kom varð hann prestur á Helgafelli, sat þar til 1819 og andaðist 1821. Sæmundur er einn fárra Íslendinga sem uppi voru fyrir 20. öld og vitað er að sóttu sér menntun í myndlist. Hann hafði talsverða teiknihæfileika sem nutu sín í mannamyndum sem varðveittar eru auk fjölda korta og annarra hagnýtra teikninga.

 

ÞÍ 5/4 1784-1784, ÞÍ 5/4 1784-1784

Þjóðskjalasafn Íslands