• lestrarsalur

Bækur og táknmyndir

Niðurstöður þeirra rannsókna sem hinar ólíku
stofnanir hafa ástundað, hvort heldur á vettvangi myndlistar, náttúru, bókmennta, fornrita, fornmuna eða skjala, hafa ratað í bækur. Hér getur að líta hluta þeirrar bókaútgáfu sem tengist safna- og rannsóknarstarfi í Listasafni Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, Náttúruminjasafni Íslands, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafni Íslands.

Bókunum er fylgt úr hlaði með myndrænu
úrvali úr hinum fjölbreytta safnkosti. Þegar horft er í
spegilinn spretta fram ýmsar táknmyndir sem hafa nýst við að myndgera hugmyndina um sjálfið. Sumar myndir eru þaulhugsaðar frá upphafi með flóknum, táknrænum tilvísunum á meðan aðrar virðast hafa sprottið fram af tilviljun og fest sig í sessi. Tíðarandi og tíska hafa einnig sitt að segja um sjálfsmyndina og fróðlegt og skemmtilegt er að rýna í hin fjölbreyttu tákn sögunnar frá sjónarhorni nútímans. Um leið vaknar spurningin um hvað blasir við í speglinum í samtíma okkar?