• lestrarsalur

Spegillinn

Hluti af því sem liggur til grundvallar söfnun og varðveislu
allra þeirra hluta sem leynast í safnkosti stofnananna sem
koma saman að þessari sýningu er að þeir segja okkur
eitthvað um okkur sjálf. Menning er ein undirstaða sjálfsmyndar
okkar, bæði sem einstaklinga og samfélags. Þannig má segja að sýning sem þessi sé í heild einhvers konar spegilmynd. Í hjarta Safnahússins er hinn glæsilegi lestrarsalur þar sem fólk hefur allar götur síðan Landsbókasafnið var opnað árið 1909 stundað rannsóknir á menningararfinum; með öðrum orðum, grúskað í sjálfu sér. Hér finnum við sjónarhornið spegilinn.