Um sjónarhorn

ferðalag um íslenskan myndheim

Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. 

Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni
Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.

Vefleiðsögn

Sérsýning

Samstarfsstofnanir

Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu er samstarfsverkefni höfuðsafna landsins og stofnana sem tengjast sögu þess. Þær eru Þjóðminjasafn Íslands sem jafnframt sér um rekstur hússins, Listasafn Íslands , Náttúruminjasafn Íslands , Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn Íslands.


Fyrri sérsýningar

Kjörgripur

Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld

Á myndinni er hinn krossfesti Kristur fyrir miðju. Fyrir ofan hann er letrað á latínu: Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga. Honum á hægri hönd stendur María guðsmóðir í rauðum kyrtli með bláan höfuðdúk en hinum megin er Jóhannes lærisveinn Krists.

Skinnblaðið er hið aftasta af sjö blöðum sem enn eru varðveitt úr handriti sem skrifað var og skreytt á öðrum fjórðungi 14. aldar. Á fyrstu sex blöðunum er dagatal (ártíðaskrá) en krossfestingarmyndin hefur staðið fyrir framan Davíðssálma (saltara). Saltarinn var notaður við tíðasöng og var algengt á fyrri tíð að ártíðaskrá og saltari væru saman á einni bók. Upphaf saltarans var þá gjarnan markað með heilsíðumynd eins og þeirri sem nú verður sýnd í fyrsta sinn opinberlega.

Handritið var skrifað á Vestfjörðum, hugsanlega í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp í tíð Eiríks Sveinbjarnarsonar hirðstjóra.

Fyrri kjörgripir

Samstarfsstofnanir

Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu er samstarfsverkefni höfuðsafna landsins og stofnana sem tengjast sögu þess. Þær eru Þjóðminjasafn Íslands sem jafnframt sér um rekstur hússins, Listasafn Íslands , Náttúruminjasafn Íslands , Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn Íslands.