• Hurðarhúnn

Opnunartími og verð

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er sýningin Sjónarhorn.

Sumaropnunartími: Daglega frá 10-17 (1. maí-15. september)

Vetraropnunartími: Þriðjudaga-sunnudaga 10-17.

Aðgangseyrir

Fullorðnir 2.000 kr.
67 ára og eldri 1.000 kr.
Námsmenn 1.000 kr.

Árskort

Árgjald 4000 kr.
Árgjald með gestakorti 6000 kr.
Árgjald fyrir eldri borgara (+67),
öryrkja og fólk < 28 ára 3000 kr.

Ársgjald felur í sér:

  • Aðgengi að almennum sýningum safnsins
  • Leiðsagnir um sýningar safnsins
  • Helmingsafslátt af sérstökum viðburðum safnsins, (málþing, Gæðastundir, pallborð)
  • Rafrænt fréttabréf um sýningaropnanir, viðburði og sérstök tilboð til korthafa.

Hægt er að kaupa árskortin í móttöku Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg 7.

Hvert árskort gildir í eitt ár frá útgáfi degi korts.

Sjá nánar á heimasíðu Listasafns Íslands, www.listasafn.is


útleiga

Hægt er að leigja lestrarsalinn og tvær fundarstofur í Safnahúsinu. 

Fundarstofur í vesturálmu hússins á 3. hæð rúma 10 - 15 manns.

Lestrarsalurinn rúmar ríflega 90 manns og er hentugur fyrir stærri fundi, ráðstefnur og tónleika.

lestrarsalur


Nánari upplýsingar veitir vaktstjóri í síma 515-9600 eða list@listasafn.is

 

 

 


Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla er gott í stórum hluta hússins, þó ekki að fundarsölum í austurhluta. Lyfta nær til allra rýma sýningarinnar Sjónarhorn.