Skólaheimsóknir
Skólaferð um íslenskan
myndheim
Eitt af meginmarkmiðum sýningarinnar Sjónarhorn í Safnahúsinu er að hún nýtist nemendum til að upplifa og rýna í íslenskan myndheim. Safnfræðsla sýningarinnar tekur mið af aðalnámskrá og er fræðsluefni sniðið að þörfum fjögurra skólastiga.
Í Safnahúsinu starfar þjálfað starfsfólk sem er tilbúið að aðstoða kennara og nemendur á ferðalagi sínu um sýninguna. Nemendur eru þó ávallt á ábyrgð kennara meðan á heimsókn stendur.
Undirbúningur fyrir heimsókn
- Aðeins er tekið á móti einni bekkjardeild í einu.
- Við bókun þarf að koma fram ósk um dag og tími áætlaðrar heimsóknar. Fjöldi og aldur nemenda. Nafn skóla, nafn kennara, tölvupóstfang og símanúmer.
- Kennari sækir upplýsingar og verkefni fyrir rétt skólastig á pdf-skjölum hér á síðunni.
- Aðgangur bókaðra skólahópa að Safnahúsinu er ókeypis.
- Vinsamlegast tilkynnið forföll í síma 530 2210.
Þegar í Safnahúsið er komið
- Vaktstjóri mun taka á móti skólahópnum og vísa í hóparými.
- Kennari lætur nemendur vinna verkefni í sýningarsölum Safnahússins.
- Starfsfólk Safnahússins er vakandi fyrir þörfum skólahópa og tilbúið til aðstoðar.
- Við hlökkum til að taka á móti ykkur, góða skemmtun!
Safnareglurnar
Vinsamlegast kynnið fyrstu þrjár reglurnar fyrir nemendum áður en þið heimsækið Safnahúsið.
1. Skoðið með augunum. Snertið ekki listaverkin með höndunum.
2. Gangið rólega um húsið.
3. Haldið hópinn.
4. Notið blýant til að skrifa og teikna með.
5. Matur og drykkir eiga ekki heima í sýningarsölum Safnahússins.
6. Leyfilegt er að taka ljósmyndir án flass og löngustanga.
7. Geymið töskur í kjallara hússins.
Hjálpumst að við að passa upp á listaverkin á sýningunni, takk!
Úr Aðalnámskrá grunnskóla:
Að tjá sig myndrænt, í handverki, hreyfingu, leik og tónum er manninum eðlislægt. Afrakstur þess má finna í mannkynssögunni og hefur mótað hana til dagsins í dag. Einstaklingar þurfa að vera meðvitaðir um þessi mótunaröfl innan hvers samfélags til að geta notið þeirra á uppbyggjandi og gagnrýninn hátt samhliða því að nýta þau og þróa áfram, sér og komandi kynslóðum til góðs (Aðalnámskrá, 2013, bls. 140).
Heimsókn í Safnahúsið veitir tækifæri til upplifunar á myndlist sem mótunarafls í samfélaginu hverju sinni og umræðu á gagnrýninn hátt.
Markmið með fræðslu fyrir skólahópa:
1. að vekja áhuga á sjónrænum arfi Íslendinga
2. að auka víðsýni og ýta undir sjálfstæða hugsun
3. að ávallt sé í boði vandað fræðsluefni fyrir hin ýmsu skólastig
4. að sjá til þess eftir því sem hægt er að fræðsluefni safnsins sé tengt námskrá skólanna svo það nýtist sem best í kennslu
5. að hafa góðar upplýsingar fyrir kennara á netinu um allt sem varðar heimsóknina, bæði sem undirbúning fyrir og eftirfylgni eftir heimsókn
6. að ýta undir að skólar nýti sér sýninguna sem námstæki
7. að allt fræðslustarf byggi sérfræðiþekkingu og sé faglega unnið
Verkefni fyrir skólahópa (pdf-skjöl)
Yngsta stig, upplýsingar
Yngsta stig, álfasaga
Miðstig, upplýsingar um verkefni um valdatákn
Miðstig, verkefni um valdatákn
Unglingastig, upplýsingar um ævisöguverkefni
Unglingastig, verkefnið semjum ævisögu
Framhaldsskólastig, upplýsingar um verkefnið ólík sjónarhorn
Framhaldsskólastig, verkefnið ólík sjónarhorn
Teiknigáta